Ólögleg hegðun á netinu

Opna sig fyrir öðrum

2023-08-24T11:02:16+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Vellíðan og sjálfsrækt (netið)|

Að opna sig fyrir öðrum

Að tala við fólk um hugsanir sínar og tilfinningar getur verið erfitt. Það er ákveðin færni, og eins og með aðra færni (eins og að reima skó eða keyra bíl) þá er hægt er að læra hana og æfa sig svo þetta verði auðveldara. Þessi kafli mun hjálpa þér við að:

 • tjá tilfinningar þínar
 • huga að því hvernig þú getur talað við einhvern sem þú treystir um kynferðislegar hugsanir þínar um börn

Af hverju að tala …

Myndirnar er af alvöru börnum

2023-08-13T22:44:44+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Þessi hluti hjálpar við að skilja:

 • Réttlætingar sem fólk notar til að forðast að taka ábyrgð á hegðun sinni.
 • Að þetta eru myndir af börnum sem verið er að misnota.
 • Áhrifin sem myndataka af þessu tagi hefur á börnin til framtíðar.

Raunveruleiki kynferðislegra mynda

Flestir nota réttlætingar til að sannfæra sig um að það sé í lagi að skoða kynferðislegt myndefni af börnum. Réttlætingar gera það að verkum að einstaklingar sýna af sér óviðeigandi hegðun þó hún stangist á við grunnviðhorf …

Klámnotkun

2023-08-12T22:18:17+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Hér á eftir verður fjallað um:

 • hvort og hvernig þú ert að nota löglegt kynferðislegt efni af fullorðnum (klám)
 • af hverju þú ert að skoða þess lags efni
 • hvort notkun þín á klámi sé skaðleg
 • leiðir til að draga úr eða hætta klámnotkun

Hvað er klám?

Klám er kynferðislegt efni sem er ætlað að kveikja á kynferðislegri löngun. Klám getur verið myndir, myndbönd, skrifaðar sögur og fleira. Klám sýnir oft kynfæri, fólk að stunda kynlíf eða aðra kynferðislega hegðun.

Löglegt klámefni sýnir …

Vandinn við augnabliksánægju

2023-08-12T22:32:44+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

 Markmið

Þessi hluti miðar að því að skoða og öðlast skilning á eftirfarandi:

 • Hvers vegna augnabliksánægja getur verið skaðleg.
 • Hvernig draga má úr líkum á skaðlegri hegðun.

Augnabliksánægja

Þeir sem nálgast kynferðislegt efni af börnum velta oft fyrir sér hvers vegna þeir gera eitthvað sem veitir þeim ánægju í stutta stund en hefur síðan mjög neikvæðar afleiðingar til lengri tíma.

Hér eru nokkrar mögulegar skýringar:

 • Oft eru afleiðingarnar ekki alveg öruggar (til dæmis að handtaka sé möguleg).
 • Lítið gert úr langtímaafleiðingum samanborið við …

Kynferðisleg samskipti við börn á netinu

2023-08-13T22:42:25+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Þessi hluti miðar að því að skoða og öðlast skilning á eftirfarandi:

 • Hvers vegna eigum við samskipti við börn á netinu af kynferðislegum toga?
 • Hvernig þróast hegðunin?
 • Hvað viðheldur hegðuninni?

 

Hvað er átt við með kynferðisleg samskipti?

Kynferðisleg samskipti fullorðinna við börn á netinu geta komið til vegna margra ástæðna.

Sumir eiga í kynferðislegum samskiptum við börn vegna þess …

Fíkn

2023-08-13T22:40:34+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Þessi hluti miðar að því að hjálpa þér að kanna og öðlast skilning á eftirfarandi:

 • Muninn á fíkn og áráttu.
 • Hvaða hlutverki fíkn gegnir í hegðun þinni á netinu.
 • Hvernig þú getur byrjað að takast á við þína fíkn.

Árátta og fíkn

 • Árátta er að framkvæma verknað aftur og aftur án þess að það leiði til ánægju.
 • Fíkn er þegar einstaklingur hefur ekki stjórn á löngun til að nota efni, til dæmis klám, þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar.

Vanalega byrjar einstaklingur að …

Fantasíur

2023-08-13T22:39:08+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Að hafa stjórn á fantasíum

Fyrst þú ert að lesa þetta gerir þú þér líklegast grein fyrir að þú sért með óviðeigandi kynferðislegar fantasíur. En er hægt að hafa áhrif á óviðeigandi fantasíur og jafnvel draga alveg úr þeim?

Fyrir suma getur þetta verið auðvelt, fyrir aðra getur þetta tekið tíma, mikla vinnu, viljastyrk og sjálfsstjórn. Það er ekki einsdæmi að finnast erfitt að hafa áhrif á fantasíur en þú hefur áhrif á hugsanir þínar og tilfinningar og getur valið hversu …

Líf á netinu

2023-08-13T22:37:40+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Þessi hluti hjálpar þér að kanna og skilja eftirfarandi:

 • Tengslin milli félagslífs þíns innan og utan netsins.
 • Hvernig netið getur verið notað sem félagslegur vettvangur í lífi þínu.
 • Ógagnleg félagsleg sambönd á netinu.

Óviðeigandi og ólögleg hegðun á sér stað bæði í raunveruleikanum og á netinu. Þó eru margir sem vilja meina að þeir myndu ekki brjóta af sér ef Internetið, snjallsímar og ákveðin öpp væru ekki til staðar. En stór hluti fólks hefur aðgang að netinu en brýtur ekki …

Að bera ábyrgð

2023-08-12T22:00:22+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Þessi kafli hjálpar við að skilja:

 • Hversu mikla stjórn þú hefur á kynferðislegri hegðun á netinu.
 • Hvort og hvernig afneitun hefur viðhaldið hegðuninni.
 • Hvað hægt er að gera strax til að hefja breytingarferlið.

Afneitun

Afneitun er skekkja í hugsun og réttlæting sem fólk grípur í til að forðast að horfast í augu við hegðun sína eða afleiðingar hennar.

Afneitun er leið til að útskýra óreiðu í lífinu og að réttlæta hegðunina á netinu sem maður telur sig ekki geta stjórnað.

Þetta …

Kveikjur

2023-08-24T20:23:06+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Að kanna og öðlast skilning á:

 • Ólíkum kveikjum
 • Þínum eigin kveikjum

Hvað getur ýtt undir óæskilega hegðun?

Kveikjur ýta undir hugsanir, tilfinningar og hegðun og geta leitt til tilfinningalegra viðbragða og hegðunar.

Til eru ólíkar tegundir kveikja:

Innri kveikjur

Tilfinningar sem við finnum fyrir geta ýtt undir ákveðna hegðun. Dæmi um innri tilfinningakveikjur eru til að mynda óánægja, pirringur, leiði, gremja, stress og …

Go to Top