admin

About Taktu skrefið

This author has not yet filled in any details.
So far Taktu skrefið has created 25 blog entries.

Sjálfsmat og ákveðni

2023-08-13T10:32:14+00:00Categories: Haldið áfram (netið), Ólögleg hegðun á netinu|

Þessi kafli mun hjálpa þér við að skilja og skoða:

  • Hvað sjálfsmat er og hvernig hægt er að styrkja það.
  • Hvernig hægt er að verða ákveðnari.

Sjálfsmat

Sjálfsmat er hvernig við metum okkur sjálf, gildi okkar gagnvart öðrum og heiminum.

Sjálfsmat hefur áhrif á traust okkar til annarra, á sambönd, starf – á næstum alla þætti lífsins. Fólk með lágt sjálfsmat hefur oftast litla trú á sjálfu sér. Það einblínir á veikleika sína og mistök og getur átt erfitt með að sjá …

Þekkja og takast á við tilfinningar

2023-08-13T22:29:15+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Vellíðan og sjálfsrækt (netið)|

Hér eru nokkrar aðferðir til að takast á við tvær algengar tilfinningar: áhyggjur og reiði. Aðferðirnar má einnig nota til að takast á við aðrar tilfinningar.

Áhyggjur

Áhyggjur eru oftast röð hugsana sem koma hver á eftir annarri og fela í sér atburði í framtíð eða fortíð. Áhyggjufullar hugsanir byrja gjarnan á „hvað ef“, „ef ég hefði bara“ eða „ég verð að muna að“.

Stundum geta áhyggjur hjálpað okkur, eins og til að athuga hvort …

Opna sig fyrir öðrum

2023-08-24T11:02:16+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Vellíðan og sjálfsrækt (netið)|

Að opna sig fyrir öðrum

Að tala við fólk um hugsanir sínar og tilfinningar getur verið erfitt. Það er ákveðin færni, og eins og með aðra færni (eins og að reima skó eða keyra bíl) þá er hægt er að læra hana og æfa sig svo þetta verði auðveldara. Þessi kafli mun hjálpa þér við að:

  • tjá tilfinningar þínar
  • huga að því hvernig þú getur talað við einhvern sem þú treystir um kynferðislegar hugsanir þínar um börn

Af hverju að tala …

Myndirnar er af alvöru börnum

2023-08-13T22:44:44+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Markmið

Þessi hluti hjálpar við að skilja:

  • Réttlætingar sem fólk notar til að forðast að taka ábyrgð á hegðun sinni.
  • Að þetta eru myndir af börnum sem verið er að misnota.
  • Áhrifin sem myndataka af þessu tagi hefur á börnin til framtíðar.

Raunveruleiki kynferðislegra mynda

Flestir nota réttlætingar til að sannfæra sig um að það sé í lagi að skoða kynferðislegt myndefni af börnum. Réttlætingar gera það að verkum að einstaklingar sýna af sér óviðeigandi hegðun þó hún stangist á við grunnviðhorf …

Klámnotkun

2023-08-12T22:18:17+00:00Categories: Ólögleg hegðun á netinu, Skilningur á hegðun (netið)|

Hér á eftir verður fjallað um:

  • hvort og hvernig þú ert að nota löglegt kynferðislegt efni af fullorðnum (klám)
  • af hverju þú ert að skoða þess lags efni
  • hvort notkun þín á klámi sé skaðleg
  • leiðir til að draga úr eða hætta klámnotkun

Hvað er klám?

Klám er kynferðislegt efni sem er ætlað að kveikja á kynferðislegri löngun. Klám getur verið myndir, myndbönd, skrifaðar sögur og fleira. Klám sýnir oft kynfæri, fólk að stunda kynlíf eða aðra kynferðislega hegðun.

Löglegt klámefni sýnir …

Go to Top