Sálfræðiþjónusta og ráðgjöf

Taktu skrefið.

Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði sem aðstoða ungmenni og fullorðna.

Átt þú í vanda með kynferðislegar hugsanir eða hegðun?

Mögulega viltu reyna að skilja hvers vegna og hvernig þessar hugsanir eða hegðun byrjaði. Það gæti verið samspil margra þátta, þar með talið regluleg notkun á kynferðislegu myndefni. Það gæti einnig tengst erfiðri lífsreynslu úr æsku. Þá gæti það verið vegna reglubundinna kynferðislega hugsana, hugaróra eða óviðeigandi tilfinningatengsla. Það getur verið áskorun að ræða þessa hluti og fyrir suma er erfitt að átta sig á ástæðunum. Að skilja hegðunina er fyrsta skrefið í því að gera jákvæðar breytingar. Taktu fyrsta skrefið og hafðu samband.

Af hverju?

Það er hægt að fá aðstoð við óviðeigandi kynferðislegri hegðun.

Hvernig?

Skoðaðu efnið á síðunni og hafðu samband við fagaðila hjá Taktu skrefið.

Hvenær?

Núna! Fyrsta skrefið getur verið erfitt en því fyrr sem þú færð hjálp, því betra.

Hefur þú áhyggjur af óviðeigandi hegðun þinni á netinu?

Fræðsluefni

Hvernig eru heilbrigð sambönd og samskipti?

Hvað veldur ólöglegri hegðun á netinu?

Ef þú hefur skoðað kynferðislegar myndir af börnum eða átt kynferðisleg samtöl við einstakling yngri en 18 ára getum við veitt þér stuðning og bent á gagnlegar leiðir til að stöðva slíka hegðun.