Heilbrigð sambönd

Opinská, hreinskilin og traust samskipti eru undirstöðuatriði í heilbrigðu sambandi. Fyrsta skrefið í því að byggja upp gott samband er að skilja þarfir og væntingar hvors annars – að vera á sömu blaðsíðunni.

Samskipti

Opinská og heiðarleg samskipti eru nauðsynleg í öllum samböndum. Til eru ýmis ráð til að viðhalda heilbrigðum samskiptum (þessi ráð eiga þó ekki endilega við í ofbeldissamböndum).

Traust

Að treysta manneskju þýðir að geta reitt sig á hana, hafa trú á henni og líða vel í kringum hana. Traust er áunnið og ekki hægt að krefjast að aðrir treysti þér eða að fólk sanni með tilteknum hætti að það sé traustsins virði.

Mörk 

Að geta sett mörk, og að þekkja mörk hvors annars, er mikilvægt í öllum samböndum. Þess vegna verðið þið að geta talað opinskátt saman án þess að óttast viðbrögðin. Ef bólfélagi eða maki gerir lítið úr þörfum þínum eða bregst illa við þeim mörkum sem þú setur, sýnir viðkomandi þér ekki virðinguna sem þú átt skilið.

Hinsegin sambönd

Heilbrigð samskipti eru líka mikilvæg í hinsegin samböndum, sama hver kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu einstaklinga er. Heilbrigð sambönd geta verið alls konar en það sem þau eiga sameiginlegt er að virðing, jafnrétti og traust ríkir hjá báðum (eða öllum) aðilum.

Afbrýðisemi

Við upplifum öll afbrýðisemi einhvern tíma á lífsleiðinni. Afbrýðisemi er eðlileg tilfinning og hluti af rófi mannlegra tilfinninga. Hún getur birst á mismunandi hátt við mismunandi aðstæður – þú getur fundið fyrir afbrýðisemi í garð fjölskyldumeðlima, systkina, vina, skólafélaga eða í parasambandi.

Stafræn skilaboð og samskipti

Stafræn samskipti eru eins og öll önnur samskipti og ættu að byggjast á virðingu og trausti. Þú átt ekki heimtingu á svari innan ákveðins tíma né gert kröfu um að maki upplýsi þig sífellt um ferðir sínar og félagsskap.

Munurinn á klámi og kynlífi

Ef klám gefur ekki skýra mynd af því hvernig fólk stundar kynlíf og sýnir jafnvel frekar hvernig brotið er kynferðislega á manneskju, hver eru þá raunverulegu mörkin á milli kláms og kynlífs?

Áhrif klámáhorfs á fólk

Klám getur haft mikil áhrif á fólk, sérstaklega ef horft er mikið á það eða ekki gerður skýr greinarmunur á kynlífi og klámi. Þá getur klám haft neikvæð áhrif á þig og sambönd þín við annað fólk.