Taktu skrefið

Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi.

Fáðu hjálp og komdu í veg fyrir kynferðisbrot

Ef þú heldur að það sé mögulegt að þú hafir beitt einhvern kynferðislegu ofbeldi eða þú eða aðrir hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun þinni, á netinu eða gagnvart öðru fólki, þá geturðu fengið hjálp.

Á vefsíðu 112 geturðu lesið meira um hvernig þú getur komið í veg fyrir að beita kynferðisofbeldi og ólöglega kynferðishegðun á netinu.

Taktu skrefið er hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði. Þar geta börn, ungmenni og fullorðnir fengið aðstoð.

Þjónustan er ekki gjaldfrjáls en flest stéttarfélög niðurgreiða þó sálfræðiþjónustu. Einnig er hægt að athuga með styrk frá félagsþjónustu eða í þjónustumiðstöðvum hjá því sveitarfélagi sem þú átt lögheimili í.

Taktu skrefið og fáðu hjálp með því að hafa samband á taktuskrefid@taktuskrefid.is. Tölvupósti er svarað eins fljótt og hægt er, að minnsta kosti vikulega.