Heilbrigð sambönd
Opinská, hreinskilin og traust samskipti eru undirstöðuatriði í heilbrigðu sambandi. Fyrsta skrefið í því að byggja upp gott samband er að skilja þarfir og væntingar hvors annars – að vera á sömu blaðsíðunni.
Mörk
Að geta sett mörk, og að þekkja mörk hvors annars, er mikilvægt í öllum samböndum. Þess vegna verðið þið að geta talað opinskátt saman án þess að óttast viðbrögðin. Ef bólfélagi eða maki gerir lítið úr þörfum þínum eða bregst illa við þeim mörkum sem þú setur, sýnir viðkomandi þér ekki virðinguna sem þú átt skilið.
Hinsegin sambönd
Heilbrigð samskipti eru líka mikilvæg í hinsegin samböndum, sama hver kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu einstaklinga er. Heilbrigð sambönd geta verið alls konar en það sem þau eiga sameiginlegt er að virðing, jafnrétti og traust ríkir hjá báðum (eða öllum) aðilum.
Afbrýðisemi
Við upplifum öll afbrýðisemi einhvern tíma á lífsleiðinni. Afbrýðisemi er eðlileg tilfinning og hluti af rófi mannlegra tilfinninga. Hún getur birst á mismunandi hátt við mismunandi aðstæður – þú getur fundið fyrir afbrýðisemi í garð fjölskyldumeðlima, systkina, vina, skólafélaga eða í parasambandi.