Published On: 28/10/20211.6 min readCategories: Fræðsluefni, Ólögleg hegðun á netinu

Mögulega viltu reyna að skilja hvers vegna og hvernig þú byrjaðir á þessari hegðun. Það gæti verið samspil margra þátta, þar með talið regluleg notkun á kynferðislegu myndefni. Það gæti einnig tengst erfiðri lífsreynslu úr æsku. Þá gæti það verið vegna reglubundinna kynferðislega hugsana, hugaróra eða óviðeigandi tilfinningatengsla. Það getur verið áskorun að ræða þessa hluti og fyrir suma er erfitt að átta sig á ástæðunum. Að skilja hegðunina er fyrsta skrefið í því að gera jákvæðar breytingar. Taktu fyrsta skrefið og hafðu samband.

Önnur óviðeigandi hegðun

Kynferðisleg hegðun á netinu getur beinst að öðru en börnum. Sumir þróa með sér aðra óviðeigandi kynferðislega hegðun eða vandamál, líkt og að nota mjög gróft kynferðislegt efni með fullorðnu fólki. Það getur einnig verið ólöglegt. Sumum gæti liði eins og þeir séu háðir því að nota kynferðislegt efni á netinu. Þeir þurfa viðeigandi stuðning ef þeir ætla sér að ná stjórn á hegðun sinni á netinu og hætta ólöglegri hegðun.

Áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD)

Sumir sem skoða kynferðislegar myndir af börnum á netinu eru að glíma við ákveðna tegund af áráttu- og þráhyggjuröskun sem felst í áleitnum og ágengum kynferðislegum hugsunum um börn. Þessir einstaklingar örvast ekki kynferðislega við þessar hugsanir og heldur valda þær mikilli vanlíðan og kvíða. Ef þetta á við þig skaltu byrja á að ræða við lækni eða sálfræðing sem sérhæfir sig á þessu sviði. Upplýsingarnar sem hér koma fram eiga ekki við þá sem eru með áráttu- og þráhyggjuröskun. Þú getur lesið meira um áráttu- og þráhyggjuröskun á vefsíðu geðfraedslu.is.